Archive for Uncategorized

Hugleiðsludagur unga fólksins

Hugleiðsludagur unga fólksins verður haldinn á morgun 9. október og í ár var myndbandið tekið upp í samstarfi við Hríseyjarskóla. Markmið með deginum er að hvetja ungt fólk til að setjast niður og hugleiða til að auka innri vellíðan og stuðla að jákvæðum lífsvenjum fyrir framtíðina. ALLIR mega vera með í sínu hjarta þennan dag.
Við þökkum Jógahjartanu kærlega fyrir samstarfið.

Septemberfréttir Hríseyjarskóla

September hefur verið viðburðaríkur og skemmtilegur í Hríseyjarskóla. Vegna aðstæðna í samfélaginu höfum við verið í minni tengslum við foreldra og samfélagið en við myndum annars vilja, því var ákveðið að taka það helsta saman í um 5 mínútna fréttatíma. Nemendur í miðdeild höfðu umsjón með fréttatímanum.

Kynningarmyndband um Hríseyjarskóla

Undanfarin ár hefur Hríseyjarskóli unnið að því að breyta kennsluháttum skólans með það að leiðarljósi að efla ábyrgð nemenda á sínu námi og undirbúa þau fyrir frekara nám og störf í framtíðinni. Nú hefur Leiðtogar í eigin námi fest sig í sessi og er orðinn eðlilegur hluti af skólastarfinu og því ákváðum við að búa til kynningarmyndband sem sýnir hvernig starfið er innan skólans. Myndbandið unnu nemendur og starfsfólk í sameiningu.

Brettavöllur við Hríseyjarskóla

Nú hefur verið settur upp hjóla-/brettavöllur við Hríseyjarskóla. Miklar framkvæmdir voru á skólalóðinni í maí við jarðvegsskipti, malbikun og uppsetningu vallarins. Framkvæmdin var unnin í samstarfi við Hverfisráð Hríseyjar sem hefur fengið ráðstafað framkvæmdafé frá Akureyrarbæ undanfarin ár. Við hjá Hríseyjarskóla fögnum þessari framkvæmd og vonum að völlurinn nýtist vel jafnt íbúum sem gestum eyjarinnar. Jafnframt biðjum við alla að ganga vel um svæðið og nota viðeigandi hlífðarbúnað.

Hreyfiátakið hálfnað

Þátttaka í hreyfiátaki Hríseyjarskóla og U.M.F. Narfa hefur verið mjög góð. Skráningar eru nú komnar yfir 200 og eins og myndirnar sýna er flestir sem hreyfa sig meira en hálftíma á dag. Ganga er langvinsælasta hreyfingin en gaman er að sjá hversu fjölbreytt hreyfing er skráð.

» Read more

Hreyfiátak

Hríseyjarskóli – heilslueflandi grunnskóli og Ungmennafélagið Narfi standa fyrir hreyfiátaki í Hrísey dagana 18. apríl til og með 15. maí.

Þátttakendur skrá nafn, dagsetningu ásamt tegund og tímalengd hreyfingar í þar til gert form á netinu. Leyfilegt er að skrá fleiri en eina hreyfingu á dag.

» Read more

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars 2020

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri

Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Hríseyjarskóla við heimsfaraldri, en hana má finna á heimasíðu skólans undir skólastarfið, áætlanir. Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landlæknis.

Viðbragðsáætlunina má finna hér

« Older Entries Recent Entries »