Leikskóli Hríseyjarskóla veturinn 2019-2020
Veturinn hjá okkur í leikskólanum fór bara nokkuð vel að
stað.Við byrjuðum með tvær prinsessur þær Elektru Sól Hermannsdóttur og Bryndísi
Petru Ingólfsdóttur en fljótlega bættist
sú þriðja við Maríanna Sólrós Ásgeirsdóttir, margt var brallað og mikið
um útiveru þar sem farið var í fjöruferðir,göngutúra, á hátíðarsvæðið og að
sjálfsögðu í gula bát. Ekki eru þær nú alltaf til í að hafa fullorðnafólkið
hangandi yfir sér þar sem við skemmum yfirleitt allt en með hörðum
samningaviðræðum tókst að semja um að við mættum vera á kanntinum en helst ekki
að skipta okkur of mikið af. Þarna er sko hver sjálfstæðari en önnur og allar
vilja þær ráða. En svo urðu prinsessurnar aftur tvær þar sem við því miður misstum
eina til Reykjavíkur hana Maríönnu Sólrósu en vonum við að hún njóti sín bara
líka þar eins og hún gerði hér.
Stundum gæti maður
haldið að maður væri með tvíbura á leikskólanum en ekki bara bestu vinkonur,
svo mikil er vinkonuástin og ekki er nóg að eyða öllum deginum saman á
leikskólanum heldur leika þær flesta daga saman eftir leikskóla líka, en hér er
í skólanum er allt á fullu og allir farnir að verða annsi spenntir, það eru að
koma JÓL takk fyrir, já ég sagði jól, okkur finnst nú ekki svo ýkja langt frá
því að við vorum að mæta hingað eftir sumarfrí rétt eftir miðjan Ágúst . En
margt að gera og nú fer að koma að jólaundirbúningi með tilheyrandi
gluggamálun, skreytingum, bakstri og skreytingum á piparkökum, jólaföndri,
litlu jólum og jólaballi. Við kveðjum hér frá Smábæ, leikskóladeild
Hríseyjarskóla og farið varlega elskurnar í jólaösinni og hafið það sem allra
best.
Með jólakveðju
Starfsfólk leikskólans og prinsessurnar tvær:O)