Hríseyjarskóli bauð eyjaskeggjum brauð og súpu í tilefni dagsins. Nemendur unnu verkefni í tengslum við skýrslu sem unnin var fyrir umhverfisnefnd Akureyrar um fugla sem verpa í Hrísey 2014. Verkefnið var samþætt íslensku, náttúrufræði, myndmennt, textílmennt og upplýsingatækni. Nemendur völdu sér fugl sem þeir unnu með í hverri grein fyrir sig. Mjög góð mæting var á viðburðinn, það mættu um 55 manns og erum við mjög ánægð með áhugan á skólastarfinu og þökkum kærlega fyrir komuna. ♥️
Vél saumur og bróterí
Málað með vatnslitum
Litað með trélitum
Perlaðir fuglar Lóa, Kría og Sílamáfur
Hljóðupptökur sem nemendur unnu uppúr skýrslunum sem þau gerðu um fuglin sinn. Endilega skannið kóðann og hlustið á nemendur segja frá fuglinum sínum.