Gjöf frá foreldrafélaginu

Nú á dögunum fékk skólinn Osmo-standa að gjöf frá foreldrafélaginu. Osmo er notað í mörgum fögum hjá okkur til dæmis íslensku, stærðfræði, forritun og myndlist. Osmo-standarnir eru kærkomin viðbót og nú geta fleiri verið í Osmo í einu og þannig nýtist tíminn betur. Við þökkum Foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa gjöf.

Smábær

Leikskóli Hríseyjarskóla veturinn 2019-2020

Veturinn hjá okkur í leikskólanum fór bara nokkuð vel að stað.Við byrjuðum með tvær prinsessur þær Elektru Sól Hermannsdóttur og Bryndísi Petru Ingólfsdóttur en fljótlega bættist  sú þriðja við Maríanna Sólrós Ásgeirsdóttir, margt var brallað og mikið um útiveru þar sem farið var í fjöruferðir,göngutúra, á hátíðarsvæðið og að sjálfsögðu í gula bát. Ekki eru þær nú alltaf til í að hafa fullorðnafólkið hangandi yfir sér þar sem við skemmum yfirleitt allt en með hörðum samningaviðræðum tókst að semja um að við mættum vera á kanntinum en helst ekki að skipta okkur of mikið af. Þarna er sko hver sjálfstæðari en önnur og allar vilja þær ráða. En svo urðu prinsessurnar aftur tvær þar sem við því miður misstum eina til Reykjavíkur hana Maríönnu Sólrósu en vonum við að hún njóti sín bara líka þar eins og hún gerði hér.

 Stundum gæti maður haldið að maður væri með tvíbura á leikskólanum en ekki bara bestu vinkonur, svo mikil er vinkonuástin og ekki er nóg að eyða öllum deginum saman á leikskólanum heldur leika þær flesta daga saman eftir leikskóla líka, en hér er í skólanum er allt á fullu og allir farnir að verða annsi spenntir, það eru að koma JÓL takk fyrir, já ég sagði jól, okkur finnst nú ekki svo ýkja langt frá því að við vorum að mæta hingað eftir sumarfrí rétt eftir miðjan Ágúst . En margt að gera og nú fer að koma að jólaundirbúningi með tilheyrandi gluggamálun, skreytingum, bakstri og skreytingum á piparkökum, jólaföndri, litlu jólum og jólaballi. Við kveðjum hér frá Smábæ, leikskóladeild Hríseyjarskóla og farið varlega elskurnar í jólaösinni og hafið það sem allra best.

Með jólakveðju

Starfsfólk leikskólans og prinsessurnar tvær:O)

Hádegisboð Hríseyjarskóla

Í tilefni af degi íslenskrar tungu var haldið hádegisboð fyrir Hríseyinga í Íþróttamiðstöðinni í dag. Nemendur buðu upp á tæknikynningu þar sem þeir kynntu hin ýmsu smáforrit og tækni sem notuð eru í náminu í Hríseyjarskóla. Einnig var Lubbi finnur málbeinið kynntur, það er kennsluaðferð sem leikskóladeildin notar í málvörun. Gestir fengu að sjá skemmtilega útfærslu af samkennslu málörvunar og forritunar og fengu að prufa. Gestum var boðið upp á súpu og brauð. Allir voru glaðir og ánægðir með daginn og við þökkum kærlega fyrir áhugasama gesti.

Ávaxtasending frá Hríseyjarbúðinni

Nemendur og starfsfólk Hríseyjarskóla tók þátt í átakinu Göngum í skólann í september. Við vorum dugleg að koma gangandi eða hjólandi í skólann og auk þess stóðum við fyrir gönguferð um þorpið tvisvar sinnum í viku. Í síðustu viku lukum við átakinu með því að ganga saman Hringinn og fengum glæsilega ávaxtasendingu í boði Hríseyjarbúðarinnar. Elstu nemendur skólans skáru niður ávextina og allir fengu ávexti saman. Við þökkum Hríseyjarbúðinni kærlega fyrir glæsilega sendingu.

Lestrarátak

Þessa dagana stendur yfir lestrarátak í Hríseyjarskóla. Allir taka þátt, nemendur og starfsfólk og nú er lesið öllum stundum um allan skóla. Allir hafa fengið uppgefnar hve margar blaðsíður þeir eiga að lesa og ef öllum tekst að ná sínu markmiði verður pítsaveisla þriðjudaginn 15. október.

Plastlaus september

Hríseyjarskóli hefur unnið nokkur verkefni nú í september tengd plastlausum september. Við skoðuðum m.a. hvað getum við gert til að minnka notkun á plasti. Í framhaldi af því saumuðum við fjölnota ávaxta- og grænmetispoka og gáfum Hríseyjarbúðinni til notkunnar. Við saumuðum okkur einnig fjölnota samlokupoka til eigin nota.

Fjölnota samlokupokar.
Nemendur afhenda pokana í búðinni.

Útikennsla

Skólaárið fer vel af stað með hefðbundnum hætti. Skólaleikarnir voru á sínum stað með ýmsum leikjum, spurningakeppni og myndaratleik um þorpið. Nú er fyrstu lotunni lokið og var útikennsla á dagskrá ásamt sundkennslu. Eitt verkefnið í útikennslunni var að búa til myndir úr þeim efnivið sem fannst á skólalóðinni og ramma verkin inn með njóla. Nemendur unnu í pörum og höfðu frjálst val um myndefni. Hér má sjá afraksturinn.

Hundur
Eldfjall
Eldgos
Ugla
Tré

100 ára fullveldis afmæli ??

Nemendur Hríseyjarskóla unnu margvísleg verkefni í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli Íslands. Nemendur í leikskóla bjuggu til íslenska fánann úr perlum og máluðu hann á kertakrukkur. Nemendur í 1. 2. og 4. bekk gerðu mósaíkmynd úr töppum af íslenska fánanum og Lego fána. Nemendur í 5. – 10. bekk gerðu verkefni þar sem þeir báru saman ýmislegt frá árunum 1918 og 2018, s.s. skólastarf, atvinnu, íbúafjölda og húsnæði.

Allir nemendur skólans bökuðu saman fullveldisköku sem við buðum svo upp á í Hríseyjarbúðinni. Var góð mæting og kökunni gerð góð skil.

Takk fyrir okkur!

 

 

?? Dagur íslenskrar tungu ??

Hríseyjarskóli bauð eyjaskeggjum brauð og súpu í tilefni dagsins. Nemendur unnu verkefni í tengslum við skýrslu sem unnin var fyrir umhverfisnefnd Akureyrar um fugla sem verpa í Hrísey 2014. Verkefnið var samþætt íslensku, náttúrufræði, myndmennt, textílmennt og upplýsingatækni. Nemendur völdu sér fugl sem þeir unnu með í hverri grein fyrir sig. Mjög góð mæting var á viðburðinn, það mættu um 55 manns og erum við mjög ánægð með áhugan á skólastarfinu og þökkum kærlega fyrir komuna. ♥️

Vél saumur og bróterí

Málað með vatnslitum

Litað með trélitum

Perlaðir fuglar Lóa, Kría og Sílamáfur

Hljóðupptökur sem nemendur unnu uppúr skýrslunum sem þau gerðu um fuglin sinn. Endilega skannið kóðann og hlustið á nemendur segja frá fuglinum sínum.

« Older Entries Recent Entries »